Tilgangslaust....

Búin að bíða í ófyrirgefanlega langan tíma að hinn heilagi andi leggist yfir mig, en sá er væntanlega að hvíla sig eftir páskana og því er ég bæði andlaus og með algjöra heilateppu. Væntanlega verður þetta ruglingslegasta bloggfærsla mín so far, en það virðist vera tilgangslaust að bíða lengur enda er ég farin að gleyma því sem gerist og ég ætti að segja frá.

Við erum búin að kaupa hús ! Alveg dásamlegt raðhús rétt hjá mömmu, unaðslegur andi, frábær garður og húsið er fullkomið og henntar okkur vel. Við viljum byrja á því að rífa út eldhúsið og fá okkur nýtt, það á að rífa veggi og hugsanlega leggja nýtt gólf í sófuni. Við erum sammála um að láta líbanska vin okkar ekki koma nálægt gólfinu í þetta sinn (tryggir lesendur skilja þetta, hér má lesa um þann líbanska : http://strakamamman.blog.is/blog/strakamamman/entry/264474

Íbúðin okkar er þar af leiðandi komin á sölu, og hér má skoða hvernig við búum: http://hemnet.se/beskrivning/hemnet/130312 (smellið á "visa alla bilder" til að skoða betur).

Ég er varla að nenna því að standa í þessu með sýningu á íbúðinni. Hér tíðkast að íbúðin eigi að vera svolítið einsog hótel herbergi, og alla persónulega muni á að fjarlægja fyrir sýninguna. Seljendur eru ekki viðstaddir (við húkum væntanlega einhversstaðar í kjallaranum með öllum þessum persónulegu munum okkar....) Fasteignasalinn sendi mér lista yfir allt það sem hún vill að við "felum" á meðan fólkið er að skoða íbúðina, þ.m.t þvottakarfan, tannburstar, sjampóflöskur, snyrtitaskan mín, ljósmyndir, allt sem hangir framan á ísskáp/frysti, listaverk barnana, og svo bað hún okkur um að fjarlægja annan sófann og rimlarúmið til að búa til rými... Vá hvað ég er innilega ekki að nenna þessu. Nágrannakona okkar er búin að lofa okkur smá gólfpláss á meðan á sýninguni stendur, sem bjargar okkur alveg. Næsta vika fer í þrif. Lagfæringar og meiri þrif væntanlega.

Allir eru nokkuð hressir, nema Tómas sem er í horframleiðslu mikilli þessa dagana. Hann er því heima, og sér til að ég hafi nú örugglega nógu mikið að þrífa í næstu viku !!

Hef ekki frá neinu að segja, enda þreytt og andlaus.

Over and out !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Andleysi kemur við á öllum stöðum, skil það afskaplega vel. En til hamingju með að vera búin að finna heimili! Frekar spes að þurfa að "fólk-sótthreinsa" íbúðina fyrir sýningu, mér finnst alltaf það gera staði heimilislegri að vita að fólk hefur notið þess að búa þar, en ég á líka enga framtíð fyrir mér sem fasteignasali. Gangi ykkur innilega vel með flutninga og þrif og það væri nú gaman að fá að sjá myndir þegar þið eruð búin að koma ykkur fyrir ;)  

Erna Lilliendahl, 27.3.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Til hamingju aftur elsku vinkona með íbúðina!!  Vona að Tómas fari að hressast og þið getið hætt að húka í kjallaranum ( ?!?). Knús á línuna!

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 28.3.2008 kl. 11:15

3 identicon

Elsku Maja

Til hamingju með nýju íbúðina ykkara. Mér finnst alltaf jafn yndislega gaman að lesa bloggið þitt hvort sem þú ert með heilateppu eða ekki. Kíki hér inn daglega.

Knús til ykkar allra og gangi ykkur vel í íbúðarsýningarstörfum.

Helga frænka 28.3.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband