12.6.2007 | 17:06
Mamma í orlofi
Ég er búin að vera heimavinnandi húsmóðir frá fæðingu sonar okkar fyrir tveim árum síðan. Að vera með tveggja ára orkubolta er ekki alltaf dans á rósum, það er oft erfitt að koma minnstu hlutum í verk þegar hann er annarsvegar. Mikill hluti af deginum fer í að kaupa sér tíma, kaupa sér frið og mútur. Mútur eru frábærar, það má múta með Stubbaspólu, kexkökum, sulli við eldhúsvaskinn svo nokkuð sé nefnt. Í dag fór ég svo að vellta því fyrir mér hvernig það verður að snúa aftur út í atvinnulífið eftir eitt ár eða svo, ætli þessu nýja hæfni mín eigi eftir að nýtast mér vel ? Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur ?
"Heyrðu Jón, ég þyrfti að sleppa því að halda í fundinn á eftir, ertu til í að gera það fyrir mig, ég skal splæsa í hádeginu á morgun í staðinn ? "
Eða
" Sigga, sæl vertu. Heyrðu, nennir þú að klára þessa skýrslu fyrir mig? Ég var að spá í að gefa þér nýju Diesel gallabuxurnar mínar í staðinn ?"
Ætli maður verði vinsæll ??? Ég veit ekki alveg á hvaða vinnustað svona mútukunnátta gæti komið sér vel, en tillögur eru vel þegnar.
Annað sem ég var að hugsa um í dag er starfsheitið mitt í dag, ég er móðir í fæðingarorlofi. Orlofi ??? Er ekki orlof það sama og frí ?? Bíddu, hvar akkúrat er þessi orlofshluti, hvar er fríið mitt ?!? Ég hef ekki fengið almennilegan svefn í tvö ár og með eitt splunkunýtt barn (fjögura vikna litli gullmolinn minn) þá sé ég nætursvefninn hverfa algjörlega í nokkur ár í viðbót. Ég fæ einsog 2 - 4 mín. á sólarhring í friði (oftast læsi ég að mér á klósettinu til þess, rosalegur lúxus), ég hef ekki fengið að fara ein í sjóðandi heitt freyðibað síðan snemma árs 2005 heldur hafa mín böð verið hálf volg og í baðkarinu eru sonur minn og ca. 18 endur og 46 bílar. Ég hef ekki náð að klára úr kaffibolla í laaaangann tíma, og ég hef sko alls ekki náð að slaka mikið á. Hvurslags eiginlega frí er þetta ???? Eru þessir pakkar til á Úrval Útsýn? Sólarlandapakkar, stórborgarpakkar, smábarna foreldrapakkar. Ef einhver er að láta plata sig í svona orlofspakka vil ég bara vara við, þetta er bara plat !!!
En þó svo að ég sé þreytt, sjúskuð, svolítið pirruð og alltaf með einhverja undarlega bletti í fötunum mínum gæti ég ekki haft það betra! Með tvo dásamlega syni til að gera mig gráhærða - er þetta ekki lífið ???
Athugasemdir
Þú verður eflaust starfskraftur ársins...eða ferð á þing...veit ekki. Vona að þú farir að komast í bað...3 ár eru svolítið langur tími..
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 12.6.2007 kl. 17:31
Sæl frænka. Kom heim mjög seint ú vinnu í kvöl (eins og venjulega) kikti í póstinn sá þetta fina blogg hjá þé ætla að lesa betur á morgun. Kv Torfi dfrændi.
Torfi Arnarson 12.6.2007 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.