Till hamingju, hamingjan mín !!

 

Elsku hjartans drengurinn minn er tveggja ára í dag! Það er ekki laust við nostalgíu á svona dögum, enda er 13. júní 2005 dagur sem ég mun aldrei gleyma. Að verða móðir og að fá þennan dreng fullkomnaði líf mitt á hátt sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér. Maður veit ekki hvað ást er fyrr en maður sér barnið sitt í fyrsta sinn, það er einsog hjartað bókstaflega sé að springa af öllum þessum tilfinningum. 

Tvö ár er ekki langur tími, samt finnst mér einsog ég hafi alltaf verið móðir hans. En einhvernvegin man ég samt eftir tíma án hans. Hvað gerði maður þá? Og af hverju eyddi maður svo miklum tíma í að sofa?? Ég er búin að komast að því að það er algjörlega overrated að sofa, það er alveg hægt að komast af án þess að sofa svona mikið. Eða að sofa heila nótt í einum dúr. Algjör óþarfi. Að vísu verður maður svolítið gleyminn, og það gæti komið fyrir að maður setji td. súrmjólk út í kaffið en svona smáatriði gera bara daginn skemmtilegan !

Já, ég fór oftar út að skemmta mér áður fyrr, ég leit MIKLU betur út í þröngum gallabuxum (eða öllu heldur, ég komst í þröngar gallabuxur) og ég get svo svarið það, brjóstin á mér voru einsog hálfum meter ofar en þau eru í dag. Ég svaf út og ég var stundum drulluþunn og eyddi þá heillri helgi í að borða rusl og liggja í sófanum og horfa á rusl. Ég átti miklu meiri peninga en í dag, fötin mín voru (oftast) hrein og ég gat útskýrt blettina í þeim, fötin voru heldur aldrei praktísk heldur bara keypt með það í huga að vera flott. Ég náði að klára hverja einstu máltíð í ró og næði og ég kunni ekki Stubbaspólurnar utanað, né var ég með Söngvaborg 1, 2 & 3 sérstaklega oft í DVD tækinu... Ég hafði mun oftar samband við vinkonur mínar, og ég var (að ég held) skemmtilegri bæði sem vinkona og eiginkona. 

Öllu þessu fórnaði ég, og ég get sagt ykkur það að ég hef aldrei verið hamingjusamari en í dag !!!

tomasbjuti

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Til hamingju með hann elsku Maja mín. Risaknús til ykkar Vonandi hafið þið átt yndislegan dag!

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 13.6.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Þú lítur bara víst vel út í þröngum gallabuxum...

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 13.6.2007 kl. 23:35

3 identicon

Til hamingju með afmælið krúttin mín öll.  Bestu kveðjur úr Eyjafjarðarsveitinni.  Knús og kossar.

Helga frænka amma 14.6.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband