13.7.2007 | 18:07
Klukkíklukk
Erla Perla Yndisfríð klukkaði mig og ég á að telja upp 8 staðreyndir um sjálfa mig. Ekki veit ég hvort þetta eiga að vera áhugaverðar staðreyndir eður ei, en hér koma þær allavega
1) Mér hefur verið líkt við Bo Derek, oftar en einusinni meira að segja. Þegar við Alex vorum í brúðkaupsferð í New Orleans hélt bellboyinn "okkar" fyrst að ég VÆRI Bo Derek og ætlaði gjörsamlega að fara yfir um í lyftuni. Svo áttaði hann sig á því að Bo gamla væri etv mamma mín, og tönglaði á þessu í heilar tvær vikur. Alex fannst að ég ætti að fá mér svona fléttur einsog Bo er með í einhverri frægri mynd frá ca. 1980. Ég var ekki sammála.
2) Sylvester Stallone hefur boðið mér í glas. Hann spurði ekki hvað ég vildi heldur pantaði bara Wiskey. Ég kláraði það ekki.
3) Ég er ekki ljóshærð "by birth" en klárlega að eðlisfari. Ég er þar að auki klaufi. Eitt dæmi: ég var einu sinni í bílnum hans pabba, og ætlaði að kveikja mér í sígarettu með bílakvekjaranum (hef ekki hugmynd um það hvort að þetta heitir eitthvað annað, en þið vitið hvað ég meina). Ég ýti takkanum inn, stuttu seinna spýtist kveikjarinn út en hann var ekki svona rauðglóandi einsog þannig kveikjarar eru oft. Ég var því efins um það hvort hægt væri að kveikja á rettuni. En í staðinn fyrir að prófa bara, þá ýtti ég vísifingrunum FAST ofan á hið ekki-rauðglóandi svæði. Komst að því að kveikjarinn virkaði bara vel. Pabba fannst ég asni.
4) Stuttu seinna var ég aftur með pabba í bílnum, ætlaði að kveikja mér í sígarettu, ýtti tappanum inn, tappinn skaust út, ég tók hann og sagði við pabba "æi, mannstu, þegar ég asnaðist til að brenna mig á þessu, mannstu, svona....." og til að rifja þetta nógu vel upp endurtók ég leikinn. Tappinn var alveg eins heitur og fyrr. Pabbi fékk það staðfest að ég er ansi.
5) Fæturnir mínir hafa stækkað við meðgöngurnar. Var áður í nr 38 og er núna í 40. Eitt barn í viðbót og þá verð ég einsog L í laginu.
6) Ég lýg þegar ég drekk. Í alvöru, það kemur varla sannleiksorð upp úr mér. Get ekki útskýrt af hverju, en ég verð alveg hraðlygin í glasi. Ég hef meðal annars verið rithöfundur frá New York sem heitir Vanessa (talaði af mikilli innlifun um bókina mína sem heitir "The Razors Edge"....)
7) Ég var læs 4 ára gömul. Sem er svosem ekkert spes, en það virðist enginn vita hvernig ég lærði að lesa og hvorugt foreldrið kannast við að hafa kennt mér að lesa. Kannski var það ímyndaði vinur hennar Erlu sem kenndi mér ????
8) Ég þekki engann annan með eins svartan húmor og ég hef, og ég viðurkenni fúslega að ég get verið algjört kvikindi. Í fyrsta skipti sem maðurinn ætlaði með mér til Íslands hafði hann áhyggjur af því að geta ekkert tjáði sig og vildi læra einhvern frasa til að afsaka dræma íslensku kunnáttu sína. Ekkert mál, ég sagði honum bara að svara "fyrirgefðu, ég er svía drusla". Hann var voðalega ánægður með að geta kunnað að svara (heldur hann) "ég biðst aföskunar en ég kann því miður ekki mikla íslensku." Annað kvikindisdæmi: yngri bróðir minn var með einhverja vini og nokkrar vinkonur í heimsókn, og var alveg að farast úr kúlheitum (hann var svona 17 ára minnir mig). Þá gróf ég fram gamla Richard Marx plötu, bankaði uppá hjá honum, rétti honum plötuna og þakkaði fyrir lánið. Hann væri með morð á samviskuni hefði honum tekist það með augnaráðinu sem hann gaf mér.
Búið !
Athugasemdir
SNILLD !!! þú hefur gefið mér innblástur af næsta hrekk, ohhhh hvað mig hlakkar til að versla Leoncie diskinn og færa besta vinu mínum hann fyrir framan konuna hans og þakka honum fyrir lánið og ég hafi farið vel með hann og lofað að rispa ekki uppáhalds eintakið hans
Sævar Einarsson, 14.7.2007 kl. 09:39
Ég er með einn hrekk í bígerð, hann er svona: Þegar ég fer næst í bónus þá ætla ég að bíða í röð á kassa þar sem hugguleg skvísa er að afgreiða, teygja mig svo í unaðsolíu og spurja svo hátt og skýrt "segðu mér, er þetta eitthvað að virka og hefur þú einhverja reynslu af þessari olíu?"
Sævar Einarsson, 14.7.2007 kl. 09:41
HAHAHAHA!.....varðandi staðreynd no. 2, þá reyndar bjóst ég við öðru nafni...en þú ert kannski of upptekin til a ð vera að skrifa um það...enda working on the docks, and down on your luck....its tough...
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 14.7.2007 kl. 09:46
Erla mín, I don´t kiss and tell you know.... Ég hugsaði um það að segja frá þú-veist-hverju en það fannst mér bara myndi hljóma sem monnt. Plús það að maðurinn er ennþá að reyna að komast yfir mig, ég er að verða svolítið þreytt á þessu endalausa böggi frá honum...
Sævarinn - alltaf gaman að geta hjálpað til með hrekkjainnblástur. Smá athugasemd við Bónusbiðröðina.. Ég myndi miklu frekar halla mér að skvísuni og segja hátt "var það ekki örugglega þessi sem við notuðum þegar það leið yfir þig þarna um kvöldið ?"
María Tómasdóttir, 14.7.2007 kl. 10:55
Artist's name : BO DEREKReal Name : Mary Cathleen CollinsBara þér til upplýsinga...Mary...María, tilviljun? :)
Erna Lilliendahl, 17.7.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.