12.8.2007 | 17:49
Síðasti söludagur??
Ég las blogg hjá Auði vinkonu um daginn, um frábæra þjónustu. Ég er henni svo hjartanlega sammála um hversu mikilvægt það er að fá góða þjónustu, gott viðmót og almennilega framkomu þegar maður er að eyða sínum fáu krónum. Ég fer heldur í verslun með minni úrvali þar sem ég veit að þjónustan er persónuleg og góð, en að fara í stórar verslanir þar sem allt er ópersónulegt, kallt og jafnvel dónaleg framkoma afgreiðslufólks.
Svo er það svolítið misjafn hvað fólk telur vera þjónustu, sumir vilja fá að vera í friði og taka sínar ákvarðanir í ró og næði án þess að vera spurðir hvort allt sé í lagi og hvort það sé hægt að hjálpa. Ég vil endilega fá hjálp, það má sko alveg spurja mig, oftast veit ég ekkert hvað mig langar í hvort sem er og læt gjarna stjana við mig og segja mér hvað viss flík fari mér roooosalega vel og sé flatterandi.
En það er líka til afskaplega dofið afreiðslufólk sem er kannski voðalega vingjarnlegt, en bara dofið. Einsog sagan af manninum sem fór í sjoppu og bað um Sunnudagsmoggan. Afgreiðslustúlkan leit á hann lengi vel, hvarf í smá stund og kom svo með nokkra smokka pakka. Maðurinn spurði hvað þetta ætti að þýða, og stelpan svarar "já, hérna, sagðiru ekki sundsmokkar, ég veit bara ekki hvaða tegund má fara með í sund....." Önnur saga, þar sem afgreiðslukona var spurð "hvar eruð þið með kattartungur" og svarið var "ööööö, villtu ekki bara athuga í kjötborðinu....."
Lang besta sagan er samt alveg sönn, því eftirfarandi kom fyrir pabba minn. Fyrir nokkrum árum naut ég þeirra forréttinda að fá að búa með honum í tíma, og við tókum okkur stundum mynd á leigu og góndum á hverja vitleysuna á fætur annarar. Svo var komið að honum að fara út á vídeóleigu, en það var held ég frumraun hans á þeim sviðum. Allavega, hann fer niður í sjoppu, og kemur rúmum hálftíma síðar heim, með popp og kók en enga spólu. Hann stendur þarna á stofugólfinu, einsog 192cm langt spurningarmerki, og hristir hausinn, "nei nú verð ég ekki eldri" segir hann og hlassar sér niður í sófann. Hann hafði verið í sjoppuni og fundið einhverja mynd, ánægður með val kvöldsins fer hann að afgreiðsluborðinu en þar fyrirfinnst einhver tyggjókúla, ca 17 ára og öll klædd í bleiku. Hún tekur við spóluni, og spyr um kennitöluna. Jú jú, pabbi byrjar "xx-xx-41...." og þá horfir gufan á hann með máluðu augunum einsog undirskálar og segir "Ha???? 41?? Fjögurtíu-og-eitt ?? Bíddu, hérna, er það ekki útrunnin tala??"
Aumingja pabbi, að vera útrunninn. Ætli mamma viti af þessu ? Hver ætli sé annars síðasti söludagur á fólki ?
Over and out.
Athugasemdir
ha ha ha ha ha ha!!!!... hvenær ætli við rennum annars út??
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 13.8.2007 kl. 00:34
Eigið nú líklega enn tvö til þrjú ágætis ár eftir.........
Erna Lilliendahl, 13.8.2007 kl. 20:42
ha ha ha þetta er snilld
Einar Bragi Bragason., 20.8.2007 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.