23.8.2007 | 19:03
Nautnarstress
Nýbakaðar smábarnamæður upplifa gjarna að það rignir yfir þær góð ráð. Helstu ráðin sem ég hef fengið hafa fjallað um að sofa þegar barnið sefur (já, ég reyni það. En fyrst þarf ég kannski að ganga frá fjallinu af skítugum diskum, hrúguni af leikföngum í stofuni, og henda inn útgubbuðum fötum í þvottavélina. Svo leggst ég gjarna niður. En þá vaknar annar hvor þeirra!) Aðrar ráðleggingar fjalla um að lækka aðeins í kröfunum, að ekki gera of mikið eða ætlast til of mikils. OK, en ef ég lækka kröfurnar enn meira þá sveltum við í hel í skítugri íbúð. Og svo er það gullna ráðleggingin um að njóóóta þessa tíma. Ehhhh, alltílagi. Hafið þið hitt börnin mín ??? Mér hefur verið sagt hundrað sinnum ef ekki oftar að njóta þessa tíma því hann kemur vísst aldrei aftur. GUÐI SÉ LOF segi ég nú bara. Ég er ekki alveg að sjá það að ég eigi einhverntíman í framtíðini að hugsa "ooooh hvað ég vildi að það væri aftur orðið þannig að ég væri ógeðslega feit, sjúklega þreytt, hundpirruð og sundurstressuð. Oooooo vá hvað ég vildi að Davíð væri aftur 3 mánaða og hreinlega fastur á spenanum á mér og Tumi væri 2ja ára og á mótþróaskeiði dauðans. Vá hvað ég sakna þess. Einsog það var nú gaman." Nei, ég held að ég eigi aldrei eftir að hugsa þannig.
Hér í Svíþjóð eru til milljón mismunandi tímarit um foreldra og börn, mæður og börn, fjölskyldulíf og þessháttar. Einsog asni kaupir maður þennan viðbjóð og með hárið útklínt af einhverju sem Tómas tróð í sig fyrr um daginn en spýtti því svo í hárið mitt, og með Davíð slefandi á nýja bolinn minn fletti ég blöðunum og sé ekkert nema sjúklega hamingjusamar og ánægðar mömmur sem allar eru að njóta lífsins í botn, drekkandi Kaffi Latte á einhverju kaffihúsi með öðrum sjúklega hamingjusömum mömmum á meðan barnið/börnin sitja þæg og hljóð í vögnunum sínum.
Þegar Tumi var minni og ég var ennþá rosalega metnaðargjörn um að gera nú allt rétt ætlaði ég sko aldeilis ekki að kaupa mat í krukku, ég hafði nefnilega lesið í einu viðbjóðs-tímaritinu grein um m.a. maísmauk. Hlýðin einsog ég er keypti ég lífrænt maís í dós, og fylgdi leiðbeiningunum þannig að í 2 klukkustundir stóð ég og tróð þessum helv... maísbaunum í hvítlaukspressuna til að ná út einhverju maísmauki. Haldið þið að barnið hafi borðað þetta ?? Nei. Og ég get tekið það fram að 2 árum seinna er ég ennþá að finna maísklessur og hýði inni í eldhúsi eftir þessa maukgerð mína.
Svo eru það skemmtilegu greinarnar þar sem fjallað er um "mamma kroppen" einsog þeir kalla það, eða náttúruhamfarirnar sem ég geng um í þessa dagana, sem sagt líkaminn. Í einu tímaritinu var einhver klása um "hollt snakk". Átti að blanda saman 1 dl þurrukuðum apríkósum, 1 dl þurrkuðum döðlum, 0.5 dl sólrósafræum, 0.5 dl sesamfræum og 1 dl möndlum í skál. Og aftur, njóta. Yes sir. Barninu var troðið í útigallan og ofaní vagn, ég af stað út í búð og keypti allt þetta fyrir morðfjár. Öllu þessu blandað saman í skál, og svo sat ég þarna með skálina mína af allri hollustuni, og hugsaði "hvar í fjandanum er nammið ????"
Ég er orðin stressuð af allri þessari nautn sem ég á að vera að upplifa. Ég er bara þreytt. En ég vil samt viðurkenna að ég nýt þess að eiga þá, sérstaklega þegar þeir sofa. Vá hvað þeir eru ljúfir þá, og vá hvað ég get notið þess að vera mamma þeirra. Þegar þeir sofa....
Athugasemdir
Vá Maja, þú ert hreinlega stórkostlegur penni. Ég meig næstum á mig af hlátri við að lesa þetta sérstaklega í ljósi þess að ég veit nákvæmlega hvernig þér líður. Ég get sagt þér að núna 12 árum seinna hugsa ég ekki til þessa tíma með söknuði og get ekki ímyndað mér að það gerist nokkurn tíman. Ég hlakka ekkert smá til að koma í heimsókn til þín eftir nákvæmlega 14 daga og 15 klst. vííííííí. Það verður sko hlegið út í eitt þá helgina. Knús og kossar á þig hetjan mín. Kv. Heiða
Heiða 23.8.2007 kl. 19:35
þekki þetta MJÖG vel. Er með 3 stk. einn sem er ungling og svo eru það stelpurnar mínar (18 mán á milli þeirra).....ég kalla þær Ve og Sen, því að þegar þær eru saman þá er þetta bara vesen..... Annars er ég vinkona Heiðu sem benti mér á síðuna þína.... Reyndu bara að þrauka.
Kveðja,
Guðrún
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 23.8.2007 kl. 20:30
Elski dúllan mín! þú ert snillingur! og mikið rosalega er ég sammála þér. Takk fyrir að fletta ofan af þessum viðbjóðs-tímaritum. Ég er viss um að allar "mömmurnar" á myndunum eru allar barnlausar fyrirsætur og alvöru mömmurnar eru útgubbaðar með bauga niður á hné...
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 23.8.2007 kl. 22:43
Já, kannast við tilfinninguna... ÉG segi alltaf að ég ætli ekki að eignast fleiri börn því að Jói minn er fullkominn!...hann er það, ekki spurning, en nú er hann að komast á unglingsaldurinn og guð minn almáttugur, ekki nenni ég að fara að standa í bleyjum og svefnleysi aftur! og by the way, EKKKERT sem kemur óunnið í skál getur talist til sælgætis! Til að fá alvöru nammi, þarf að marg vinna það og bæta við heilum helling af ólífrænum efnum í dæmið, rotvörnum og fleira gómsætu :) Hefði súkkulaði verið til, hefði Eva ALDREI bitið í helv... eplið
Erna Lilliendahl, 24.8.2007 kl. 01:08
þú ert með góðar pælingar
Einar Bragi Bragason., 24.8.2007 kl. 01:49
ég held að þú sért súper mamma:)
Einar Bragi Bragason., 25.8.2007 kl. 01:12
Til lukku með afmælið
Einar Bragi Bragason., 27.8.2007 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.