Helgin

Helgin okkar var að sjálfsögðu stórfín eftir jákvæðu fréttirnar á föstudaginn. Við gerðum svosem ekkert stórfenglegt, það er frekar þetta gleðifyllerí sem við hjónin erum búin að vera í sem hefur haft áhrif á strákana líka. Casper varð 6 ára í gær svo dagurinn byrjaði með kökumorgunmat og pakkarifrildi á milli hans og Tómasar.... Gelgjan fór svo til mömmu sinnar, og verður þar í einhvern tíma. Ég fór í langan göngutúr með Tómasi, hélt að hann kynni að meta það að fá smá "alone time" með mömmu sinni, en þær stundir koma ekki oft lengur. Við löbbuðum og töluðum saman, og svo fór hann að spurja eftir Davíð. Hann var ekki í ró sinni það sem eftir lifði af okkar einverustund, hann saknaði litla karlsins svo !! Hafði miklar áhyggjur af því að pabbi þeirra kynni ef til vill ekki að vagga honum eða gefa honum snuðið, því hann var alveg viss um að Davíð væri líka vansæll án sín. Alveg ótrúlega fallegt sambandið þeirra á milli. 

Í dag var svo mest dundað heima, gengið frá ýmsum hlutum til að undirbúa vikuna sem kemur. Ég minntis eitthvað á afa strákana og þá fór Tómas að spurja um hetjuna sína. Ég sagði að "afi er á Íslandi núna" og þá horfði Tumi minn á mig einsog ég væri hálfviti og sagði "neihei, afi er í símanum". Þá vitum við það....

n638381369_561914_8875

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Gott að vita að þið séuð að njóta ykkar :) En hvenær kemur svo að því að gellan komi á Klakann í heimsókn?

Erna Lilliendahl, 13.1.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: María Tómasdóttir

Það er hin eilífa spurning.... Um leið og ég get.... Við vorum að festa kaup á húsi, svo að við erum ekki endilega syndandi í peningum þessa dagana... En það verður allavega fyrir vor, kannski um páskana. Helst vil ég fljúga heim með mömmu, til að fá smá aðstoð með villingana. Svo þarf ég líka að bíða eftir næstu 2 skoðunum hjá Davíð, til að fullvissa mig um að hann þurfi ekki akút aðgerð en það gæti gerst eftir aðgerðina um daginn.

Ég kem fyrir rest !!

María Tómasdóttir, 13.1.2008 kl. 20:41

3 Smámynd: Erna Lilliendahl

Þegar það gerist er algjör NAUÐSYN að plana kellinga hitting

Erna Lilliendahl, 13.1.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: María Tómasdóttir

ÖÖÖÖÖÖÖÖ, til hvers heldur þú að ég sé að koma eiginlega ?!?!?! Ég meina, pabba hitti ég alltaf öðru hvoru hvort sem er, og það er alveg hægt að panta sér á nammi.is !! Nei, það eruð þið systurnar sem kalla mest, ég get varla beðið eftir hitting !!

María Tómasdóttir, 13.1.2008 kl. 21:06

5 Smámynd: Erna Lilliendahl

ooooooooooooohhhhhhhhh.......

Erna Lilliendahl, 14.1.2008 kl. 07:05

6 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Frábært að heyra hversu vel allt gekk elskan mín  og já þetta var góð spurning! hvenær er Maja eiginlega á leiðinni á klakann??? gott að heyra að það sé fyrir vorið  Hlakka svooooo til að sjá ykkur! knúsi, knús!

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 14.1.2008 kl. 08:53

7 Smámynd: María Tómasdóttir

Takk ErlaPerlan mín. Ég er á leiðini, alltaf á leiðini, la la la la la la la la la laaaaaaaaaaaaaaa

María Tómasdóttir, 14.1.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband