2.3.2008 | 19:34
Vofan í sófanum
Það var heldur aumingjalegur húsböndi sem skakkalappaðist á fætur í morgun. Vel vafinn innan í sængini sinni stóð hann á miðju stofugólfinu og tilkynnti okkur hátíðlega að heimilisfaðirinn væri við dauðans dyr, einhver pest hefði komið sér fyrir í honum um nóttina. Gott ef ekki var Svarti Dauðinn endurrisinn, svo miklar voru víst kvalirnar. Til að sanna sitt mál fór hann og náði í hitamæli sem var komið fyrir í öðru eyranu, og við hátíðlegar undirtektir mínar var allur hitinn mældur. Eftir 3 sekúndur var tækið búið að fá nóg og gaf frá sér píp þess eðlis. Mælirinn var fjarlægður úr eyranu, og á gólfinu stóð húsbandið og horfði sorgbitinn á staðreyndirnar. "Sjáðu!" sagði hann og veifaði mælinum framan í mig, "ég er að deyja". Mælirinn sýndi 37.9......
Hann kom sér fyrir í sófanum, og gaf af og til frá sér stunur sem áttu væntanlega að virka sem hugreysting til okkar sem svifu í óvissu um ástand hans. Myndi hann yfirhöfuð lifa þetta af? Inn á milli gaf hann frá sér afar ræfilsleg hljóð, og svo komu ástarjátningarnar sem líklega voru til að við gætum yljað okkur við þær minningar af honum sem elskandi föður og eiginmanni. Yfirvofandi andlát.
Eftir einsog 3 klst af þessum harmleik var ég farin að þreytast aðeins og benti honum hálf íllilega á að 37.9 væri ekki einusinni hiti, það eru bara nokkrar kommur. Davíð er á fullu að taka tennur og skapið hans eftir því, ég var að þvo 5 vélar af skítugum fötum, og einsog venjulega var Tómas frekur á sinn skammt af athyglini líka. Ég hefði bara ekkert tíma til þess að stjana í kringum hann líka, fullorðinn manninn með nokkrar kommur. "Ooo elskan, ég vildi að ég gæti hjálpað þér aðeins, en ég finn bara svo til" kom þá. Jæja....
Rétt fyrir 2 kom svo þrautagangan mikla, en við vorum á leið að skoða hús sem okkur leist á (en hættum við að kaupa þegar á hólmin var komið, algjör kassi !!). Hinn Deyjandi reis úr rekkju sinni og við mikil erfiði kom hann sér í brók og skó. En að því loknu svimaði hann svo mikið að han hafði orð á því að það væri nú guðs blessun að það væri handriði fyrir utan íbúðina okkar, hann væri alveg að rjúka um koll.... Gangan að bílastæðinu okkar ætla ég að minnast sem minnst á, en hann lifði hana allavega af. Aftur þakkaði hann Guði fyrir handrið og þessháttar sem gerði þessa göngu hans að möguleika. Hann stundi og hljóðaði alla leiðina að húsinu, blés og hóstaði, og gekk um einsog lifandi dauður.
Það sem eftir lifði dags var hann fastlímdur við sófann, aftur vel vafinn sængini sinni. Af og til berast frá honum lífsmerki, og hann segir að honum sé aðeins að batna. Ekki mikið, en aðeins. Hann vill samt vera alveg viss um að allar tryggingar séu örugglega í lagi, svo að við verðum ekki borin út eftir fráfall hans.
Athugasemdir
HAHAHAHAHA!..já svona man-cold geta verið alveg rosaleg! ég sendi þér samúðarkveðjur elskan mín...og já honum líka...eða þannig..
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 2.3.2008 kl. 19:48
In the prime of his life.... Greyið hann... !!!
María Tómasdóttir, 2.3.2008 kl. 19:51
Já og ég vil fá allar samúðarkveðjurnar takk !! Hvernig var annars í gær, bíð spennt eftir fréttum og myndum !!
María Tómasdóttir, 2.3.2008 kl. 19:52
Það er EKKERT brjóstumkennanlegra en "veikur karlmaður", þeir eiga að sjálfsögðu alla okkar vorkun skilið....
En mikið held ég að heimurinn væri öðruvísi ef þeir þyrftu að upplifa túrverki og fæðingar, svo fátt eitt sé nefnt....
Vona af öllu hjarta að kraftaverk eigi sér stað og þinn maður nái að klóra sig burt frá grafarbakkanum ;)
Erna Lilliendahl, 2.3.2008 kl. 22:22
Já, en við verðum *SVO* Veikir þegar við fáum kvef. Það er bara himinn og jörð að farast!
(og... nú ætla ég að fela mig í smá tíma, meðan þið skammið mig fyrir að verða svona SVAKALEGA slappann, þegar ég fæ kvef.....)
Einar Indriðason, 2.3.2008 kl. 23:28
AWWWWWW!!! María mín - alla mína samúð!! Vorkenni honum samt ekki neitt - hann getur bara hrist þetta af sér og hætt þessu væli og hana nú hehehe
Hvar væri heimurinn staddur án okkar - ég bara spyr eins og kjáni?
Auður Guðfinna Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 13:01
Ég held að heimurinn hefði í raun farist strax með neandertalsmönnunum ef konan hefði ekki tekið alla ábyrgð um leið !!
María Tómasdóttir, 3.3.2008 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.