28.3.2008 | 20:49
Nei, nú verð ég ekki eldri !
Ég er búin að vera í stofu fangelsi síðan um páskana sökum horframleiðslu og hita í Tómasi. Í gær fannst Ástmundi ég eiga skilið smá lúxus í þessu volæði og kom heim með tvær dósir af cider. Nammi namm hugsaði ég með mér, og þegar strákarnir voru sofnaðir fór ég á msn-fyllerí með Heiðu tvíburasystur. Við skáluðum í gegnum tölvurnar og mér fannst þetta æði. Sporðrenndi tveimur cider (við erum sko að tala um cider keyptan í matvöruverslun, 2,25% áfengismagn).
Svo fór ég að sofa.
Svo vaknaði ég. Og ég skil þetta ekki ennþá, en ég var drulluþunn !!! Um nóttina hafði einhver bandbrjálaður trommuleikari flutt inn í hausinn minn og spilaði þar af lífs og sálarkröftum í allan dag. Ekki til verkjartafla á heimilinu, og ég of slöpp til að drösla strákunum út. Ekki til kaffi heldur. Upp úr hádegi fór þynkan í sögulegt hámark, og ég gubbaði. Og ekki einu sinni. Ekki tvisvar heldur. Oft. Tómas er búinn að læra nýtt orð. Strákarnir fylgdust spenntir með þessu, með því að hanga á milli lappana minna á meðan ég stóð í þessu. Ekki gaman það.
OK, ég hef svosem ekki smakkað áfengi síðan áður en Davíð varð til. Ég get alveg samþykkt það að ég sé kannski ekki á hápunkti hvað það varðar. En að verða svona þunn eftir tvo kellingarcider er bara alvarlegt mál. Ég meina, við erum að tala um mig !! Maju Pæju. Fyrir ekki svo löngu síðan var ég kosin viðskiptavinur mánaðarins 7 sinnum í röð hjá ÁTVR. Ég fékk jólakort frá framkvæmdarstjórnini, þeir elskuðu mig. Ég veit með vissu að umtalsverður niðurskurður varð á krám og veitingarhúsum á höfuðborgarsvæðinu þegar ég flutti burt.
Kannski er ég bara með gubbupest. Það hlýtur eiginlega að vera.
Athugasemdir
:D Þú ert bara komin úr æfingu, hressir upp á þetta fyrir Íslandsferðina !
Erna Lilliendahl, 28.3.2008 kl. 22:29
Já halló sko, hér verður drukkið á hverju kvöldi fram að hemferð, þetta gengur ekki !!!
María Tómasdóttir, 28.3.2008 kl. 22:40
heimferð meira að segja (þynnkan enn að skemma fyrir mér..... )
María Tómasdóttir, 28.3.2008 kl. 22:41
.....hvurslags úthald er þetta eiginlega!!! Það er eins gott að þú komist ekki í Pilsner, þú yrðir blindfull á öðrum sopa! Vona samt að þú verðir komin í æfingu fyrir Íslandsferðina
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 28.3.2008 kl. 22:50
Erla mín, I am on the case, í alvöru !! Þetta verður komið í lag fyrir júnílok, ég lofa því !!
María Tómasdóttir, 28.3.2008 kl. 23:09
Hmm......
Hvernig verðurðu þá eftir að hafa verið á decaf í mánuð, og skipta skyndilega yfir í super-extra coffein plús?
Einar Indriðason, 29.3.2008 kl. 07:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.