21.9.2007 | 19:09
Meira dauð en lifandi
Þannig hafa allavega síðustu vikur verið, sem kann að útskýra þögnina hér á blogginu mínu. Eftir að Tómas the Terminator byrjaði á leikskólanum hef ég í raun verið að ná mér eftir langt og þreytandi vor og sumar. Fyrstu tvær vikurnar eftir að hann byrjaði af fullu, skreið ég heim og upp í rúm með Davíð mínum sem enn sem komið er virðist vera á sama máli og ég - það er gott að kúra ! Svo þegar mér fannst ég vera búin að ná mér nokkurn vegin og vera orðin sprækari hef ég verið að dunda mér í hinum ýmsu verkefnum sem hafa þurft að mæta afgangi hér á heimilinu í allt of langann tíma. Þó svo að það sé ca. ár í að við flytjum er samt hitt og þetta sem þarf að gera, og allt tekur þetta sinn tíma. Ég get allavega með stolti tilkynnt að eldhússkáparnir okkar eru hreinir og öllu drasli sem hafði sest að þar hefur verið útrýmt.
Svo erum við byrjuð að flytja á milli herbergja, og til að halda í okkar hefðir gerum við þetta á eins óskipulagðan og bjánalegan hátt einsog hugsast getur. Sömuleiðis reynum við að skilja hvort annað alls ekki þegar hinn aðilinn er að reyna að koma einhversskonar skipulagi á laggirnar, eyðileggjum gjarna það sem hinn var byrjaður á, tölum ekki saman í smá stund og hlægjum svo að því hvað við erum miklir kjánar ! Við getum verið svolítið dofin bæði tvö....
Samt verður að viðurkennast að maðurinn minn er dofnari en ég. Í fyrsta lagi er hann ótrúlega viðutan, ég hef í raun aldrei hitt neinn sem er eins mikill prófessor og hann að því leiti. Svo getur hann verið frekar dofinn. Einsog um daginn, hann var í vinnuni og gengur framhjá forstjóranum og sölustjóranum. Þeir hóa í hann og segja "Hei, gettu hvað, við erum hérna með nokkra miða á Metallica um helgina." Hér má stinga því að, að maðurinn minn ELSKAR Metallica, meira en mig held ég meira að segja. Það má líka benda á það að fyrirtækið hans er einmitt oft með alls kyns svona miða sem þeir gefa starfsmönnum sínum, nokkuð sem hann veit vel og hefði því átt að fatta strax hvert þeir voru að fara. Haldið þið að maðurinn minn hafi sett saman 2 og 2? Nei. Nei nei nei. Í staðinn segir hann glaður og hress "Jáááá, sjitt maður, Metallica, þeir eru geeeeeðveikir", svo til að sanna sitt mál gerir hann nokkur virkilega kúl loftgítara múvs út í loftið, sveiflar aðeins ímynduðu síðu hári til hliðar, gerir svo nokkkur trommusóló út í loftið og gengur burt, raulandi "Enter Sandman". Mega kúl gaur. Þá helgi voru tónleikarnir og hann var ótrúlega svekktur yfir því að miðarnir voru búnir þegar við reyndum að fá miða. Svo á sunnudagskvöldinu fattar hann allt í einu. Þeir voru að bjóða honum miða.....
Það er stundum virkilega gaman að búa með þessum manni....
Athugasemdir
ha ha ha!...þið eruð æðisleg . Eins gott að þetta voru ekki miðar á ..tjah..Bon Jovi, þá væri líklega búið að kæra þig fyrir heimilisofbeldi...Knús!
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 21.9.2007 kl. 23:35
og já, þetta er nú frekar léleg afsökun hjá þér varðandi bloggletina...ert bara búin að vera svo upptekin á Facebook!
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 21.9.2007 kl. 23:36
Gleyma miðum á Bon Jovi tónleika = skilnaður (eftir smá ofbeldi).
Ég er ekkert Facebook fíkíll, ég get sko alveg hætt þegar ég vil. Alveg.
María Tómasdóttir, 22.9.2007 kl. 06:19
...nei..."hóst"....einmitt.....
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 22.9.2007 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.