Ágætis helgi

Nú er helgin að líða að lokum, og hjá okkur er búið að vera fullt prógram. Alex er heima á föstudögum í svo kölluðu fæðingarorlofi, en í mínum huga er hann heima í "flytja hluti, lyfta þungum hlutum, laga smá til, hlusta á mig segja honum hvað við eigum eftir að gera í íbúðinni áður en hún fer á sölu, bera þunga poka úr matvörumarkaðnum og fara með/sækja drasl í og úr geymslunni" fríi á föstudögum. Eitthvað finnst mér nú einsog við þyrftum kannski að tala saman, hann virðist ekki alveg vera að skilja mig.... Föstudagurinn fór allavega, einsog gefur að skilja, í reddingar (og flutning af dóti), skreppitúr á haugana með meira dót sem ég loftaði ekki sjálf, og svo var farið í eftirlætis búðina mína. Þeir sem þekkja mig vita að "búðir" svona almennt séð eru allar eftirlætis búðirnar mínar, en það er samt ein sem ég elska mest. Babyland. Æ löv ðis pleis. Þarna get ég vafrað um í langan tíma, skoðandi rúm og rúmföt, alls kyns beibí dót, kerrur, snuð, föt, dót, nefnið það bara. Í þetta sinn var þó verið að fara í ákveðnum tilgangi, nefnilega kerruinnkaup. Ég veit ekki alveg hvernig mér tókst að draga manninn minn með mér, OG að fá hann til að samþykkja þetta, þar sem ég er með kerrufíkn á háu stigi sem hann bara skilur ekki. Ég er hérmeð búin að kaupa samtals 9 (!!!!) kerrur síðan Tómas fæddist fyrir rétt rúmum 2 árum. En bara svo þið haldið ekki að stigagangurinn minn sé orðinn einsog kerrukirkjugarður þá vil ég taka það fram að ég sel alltaf "gömlu" kerruna sem ég er orðin leið á áður en ég kaupi nýja. Kannski ekki með neinum gróða svosem, en við erum allavega ekki að tapa neitt rosalega á þessum hégóma í mér. Ekki neitt rosalega mikið tap. Þannig séð. Allavega, nú er Tómas kominn með Brio Sitty kerru í brúnu og svörtu og Davíð er kominn með Teutonia Rocky kerru í dökkbláu og rjóma lit, og ég sé ekki betur en að þeir séu alveg ofsalega ánægðir með þetta. Ég er ánægð með þetta allavega.

Á laug. var svo farið í barnafmæli, nokkuð sem að öllu jafnan er virkilega langt niðri á listanum mínum yfir það sem mér finnst gaman að gera. Ég meina, er gaman af því að vera í sal með ca 20 krökkum sem öll eru á mismunandi stigi sykuráfalls, að nálgast mörrkin fyrir móðursýkiskast, öll einsog epli í framan af hita og æsing, afmælisbarnið í frekjukasti útu í horni af því að pakkarnir eru allir búnir/rétta dótið fékkst ekki/eitt dótið er þegar bilað og svo framvegis. Nja, ekki neitt rosalega gaman, þannig. En hvað, hvað gerir maður ekki fyrir blessuð börnin.... Tómas var einmitt einsog epli í framan og stóð í litlum svitapolli hvert sem hann fór, og aumingja litli Davíð verður held ég aldrei sá sami eftir hávaðann og djöflaganginn í krökkunum þarna. Frelsinu fegin flúðum við hjónin með okkar drengi, og löbbuðum heim með sitthvora (splunkunýja) kerru þar sem sitthvor strákurinn svaf sem fastast.

Í dag var svo barnastarf íslendingafélagsins og þá var hisst inni í bæ á stórum rólóvelli í einum almenningsgarðinum. Rosalega vel heppnað og gaman að hitta aðra eyjaskeggja sem hingað hafa villst. Auglýstur tími á hittinginn var 10 svo við mættum sakmvæmt íslensku klukkuni okkar, stundvíslega kl. 11:17. Alex er hættur að æsa sig yfir þessu fyrirbæri með íslenska stundvísi, og hann er líka búinn að læra á hugtakið "blessaður vertu, þetta reddast." Ég var í smá tíma að brjóta niður sænsku ást hans á reglum og þessháttar, en núna finnst mér hann vera að nálgast þetta unaðslega íslenska hugarástand þar sem allt reddast einhvernveginn, reglur eru smá sveigjanlegar og hámarkshraði í umferðinni þarf ekkert alltaf að vera sá sami og það sem stendur á skiltunum.....

Bless í bili !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Kerrumanía?  Og svo er verið að segja við séum slæmir með okkar bíladellur? :-)

Einar Indriðason, 23.9.2007 kl. 18:53

2 Smámynd: María Tómasdóttir

Kerra er bara lítill bíll með minni dekk :-)

María Tómasdóttir, 23.9.2007 kl. 19:23

3 Smámynd: Erna Lilliendahl

Hmmm...bara svo að ekki haldi allir að konur séu með slíka maníu, þá eru Jói minn, Bella og Óðinn hennar Erlu systir öll búin að nota sama vagninn...og með drenginn minn 11 ára gamlan á ég enn gömlu regnhlífa kerruna.... En veistu, ég eyði líka peningum í eld gamlar hryllingsmyndir sem enginn kannast við svo ég skil vel ef eitthvað bítur í þig, þá er það málið :)

Erna Lilliendahl, 23.9.2007 kl. 19:56

4 Smámynd: María Tómasdóttir

Ég er ekkert stolt af þessu, og viðurkenni fúslega að þetta er ekkert nema hégómi, það þarf enginn að segja mér að nýja kerrann sé þægilegri eða betri en gamla kerran. Sömuleiðis veit ég það vel að mín börn verða hvorki gáfaðri né hamingjusamari en önnur börn í eldri kerrum. Ég hef bara gaman af þessu, sumt bara bítur mann einsog Erna svo réttilega bendir á!

María Tómasdóttir, 23.9.2007 kl. 20:01

5 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Kerrufíkn???..já það er greinilega allt til elskan mín ...ætla bara að benda þér á SAA ( og nei, ekki sama og SÁÁ ) ...þetta er Stroller Addicts Anonymous. Það eru fundir í Stokkhólmi í Hejdiksvejen 182, 2 hæð, alla fimmtudaga kl 20:00. Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann...

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 23.9.2007 kl. 23:11

6 Smámynd: María Tómasdóttir

Erla mín, veistu að ég er búin að fletta þessu upp og bara finn ekki þessa götu? Hvar er þessi gata?

María Tómasdóttir, 24.9.2007 kl. 09:29

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Eru ekki komnar kerrur með mótor og fjarstýringu

Einar Bragi Bragason., 27.9.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband