La la la la

Búin að bíða og bíða og bíða eftir því að 1) eitthvað spennandi og frásagnavert gerist eða 2) að mér detti eitthvað sniðugt í hug til að skrifa og segja frá, en ég gefst upp. Játa mig sigraða og sætti mig við það að hversdagsleikinn er á þessari stundu alveg ótrúlega leiðinlegur og óspennandi. Hef ekki frá neinu að segja. Tumi er heima með einhverja pest, Davíð þverneitar að drekka úr pela og þá meina ég NEITAR, hann brjá-há-há-há-hálast þegar við reynum svo að ég er fangi á mínu eigin heimili þangað til barnið fæst til að hleypa mér út. Missti þar af leiðandi af afmælisveislu Caroline vinkonu um helgina og er búin að vera hundfúl yfir því í nokkra daga! Annars er ég að undirbúa skírnina núna sem verður 20 október, ekki má það vera degi seinna ef hnoðrinn okkar á að komast í blessaðan kjólinn !!

Annars datt mér í hug um daginn hversu afstæðir hlutir geta verið. Mér tókst að láta frá mér athugasemd sem var skrifuð í flýti og algjöru hugsunarleysi, og mátti túlka sem bæði niðrandi og móðgandi en var að sjálfsögðu ekki meint þannig heldur bara svolítið misheppnað grín. Allavega, sú sem ég beindi athugasemdini til fékk frá mér lengsta aföskunarbréf sem ritað hefur verið á Norðurlöndunum sl. 147 ár held ég, og hún var sem betur fer hvorki sár né fúl og skildi alveg hvað ég hafði meint. Hún sem sagt misskildi mig ekki á þann hátt sem ég óttaðist, heldur deildi hún kannski þessum húmor mínum. En húmor getur verið rosalega afstætt fyrirbæri, það sem mér finnst fyndið getur öðrum þótt algjörlega þrautfúlt eða meira að segja móðgandi. Svo er það líka þannig að þegar manni er hennt inn í einhverjar séraðstæður sem eru kannski erfiðar eða þungar að bera, er oft hægt að ala með sér "húmor" til að verjast gegn erfiðleikum. Ég td. á það til að segja hjólastólabrandara, eða stynja hátt "oooooh hvað ég hlakka til að geta fengið svona fatla merki í bílinn minn" ef ég finn ekki bílastæði. Þeir sem standa mér næst og elska mig mest eiga oft erfitt með þennan húmor, fyrst og fremst vegna þess að þau eru á öðrum enda tilfinningaskalans í þessu máli. Ég hinsvegar bý með ótta og hræðslu sem fylgir því að vera með MS, og til að bogna ekki alveg verð ég að gera grín af og til. Ég skil það að öðrum finnist þetta bara ekki neitt fyndið, en ég verð að gera grín....

Svo er það líka það að ég MÁ gera grín, ég er sú sem er veik. Ef einhver sem ég etv þekki ekki neitt færi að gera grín að fötluðum eða fólki í hjólastól eða mínum sjúkdómi væri það að sjálfsögðu ekki það sama. Eins má nefna eiginmann frænku minnar, hann er ameríkani af afrískum uppruna (er það ekki annars það rétta, politically correct að segja það? African American allavega). Hann notar n-orðið til hægri og vinstri, það er n****r hitt og n****r þetta, en mig grunar að ég myndi ekki lifa neitt lengi ef ég segði þetta !!! Annað dæmi sem ég hef oft hugsað um og rekið mig á undarlegheit varðandi, og það er þetta með að vera stjúpmamma. Segjum sem svo að ég sé einn daginn alveg rosalega þreytt á Tuma mínum, hann er búinn að vera með frekju og er bara erfiður einsog börn stundum eru. Þá má ég auðvitað stynja "ég þooooooooooooli ekki þennan krakka, má ég ekki bara selja hann???" og allir í kringum mig skilja mig svo vel, koma með hughreystingarorð og segja mér að þrauka, og að þetta muni batna. En ef að stjúpsonur minn er erfiður einn daginn, með mótþróa og frekju, læti og dónaskap og ég myndi segja það sama um hann og um "minn" son, þá yrði allt vitlaust !!! Samt er ætlast til þess að ég ali hann upp og elski sem minn eiginn, samtímis sem ég má alls ekki segja neitt um hann. Sem sagt, ég á að vera betri móðir gagnvart honum en gagnvart mínum eigin börnum, og því er ég ekki sammála. Ég er bara sama, ágæta móðir þeirra allra, ég geri mitt besta og meira er ekki hægt.

Haustið er komið og skógurinn búinn að taka á sig fallega liti, það er virkilega gaman að fara í morgunlabbitúr með Davíð í (nýju) kerruni sinni. Ég hef alltaf elskað haustið, mér líður best á þessum tíma árs, loftið er hreint og tært, aðeins farið að kólna og þá er gott að fara í stóra og hlýja peysu á morgnana, og svo veit maður að nú er farið að styttast til jólana og það er alltaf jafn gaman líka!

Jæja, áður en ég fer að segja frá degi mínum í ítarlegum og leiðinlegum smáatriðum slæ ég botn í þetta algjörlega tilgangslausa blogg!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

ÖLL börn geta verið leiðinleg og mér hefur nú aldrei fundist að þú þurfir að sitja á þínum orðum.....

En til að hjálpa þér skal ég brjóta upp og "klukka" þig

1. Ef þú værir ofurhetja, hvað væri nafnið og hverjir væru hæfileikarnir?

2. Ef þú ætlaðir að skrifa bók, um hvað væri hún?

3. Á hvaða tíma sögunnar hefðir þú helst viljað lifað?

4. Hvaða frægri persónu hefur þér verið líkt við?

5.  Hvaða dýr myndir þú helst vilja vera?

Hlakka til að lesa svörin þín ;)

Erna Lilliendahl, 8.10.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Maja mín; sendi þér hlýja strauma...veit alveg hvernig þér líður varðandi það að vera svona bundin

En annars var þetta langt frá því að vera tilgangslaust blogg! Alltaf gaman að lesa færslurnar þínar ( þú gætir skrifað 500 orða blogg um kartöflur og mér myndi pottþétt ekki leiðast það )

Knús elskan

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 12.10.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband