Gleðileg Jól !!

Við erum búin að öllu, og loksins er ég komin í jólastuð !! Jólaundirbúningurinn í ár hefur verið frekar fátæklegur og ég hef ekkert getað komist í neitt jólastuð, enda hef ég varla hugsað um annað en Davíð. Allt virðist ganga vel, og við erum núna komin í 2ja vikna frí frá læknaheimsóknum.

Í dag fórum við pabbi með strákana mína á Gröna Lund Tívólíið, en þar er jólamarkaður með tilheyrandi stuði allan desember. Tómas fékk m.a. að hitta jólasveininn og sagðist vilja fá bíla - no surprise there !! Davíð svaf vært í kerruni sinni og sýndi þessu jólastússi lítinn áhuga, en við hin skemmtum okkur konunglega. Þegar við komum heim tók við undirbúningur á matnum, en þann kafla sér Alex alveg um. Ég kem ekki nálægt eldhúsinu næstu daga, aðfangadaginn sér hann alveg um og svo borðum við hjá mömmu á jóladag. Einhvernveginn verður maturinn enn betri þegar ég get bara sest niður og notið!

Þetta er búið að vera ótrúlegt ár, með bæði gleði og sorg. Árið endar vel, þó að áhyggjurnar af Davíð séu miklar hef ég góðar vonir um að þetta blessist allt saman, einhvernveginn. Nú biðjum við um heilsu og hamingju á komandi ári. Og óskum að sjálfsögðu ykkur öllum farsældar á komandi ári.

Bestu kveðjur til ykkar allra, og ég vona að þið eigið virkilega góð og friðsæl jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku dúllan mín Ég óska þér og öllum þínum gleðilegra jóla og blessunar á nýju ári. Takk fyrir að hafa tekið á móti heimsókn frá mér í haust, ég átti einstaklega skemmtilegan tíma og ég hlakka mikið til að hitta þig og þína aftur í vor. Þá verður sko aftur tekið gott hláturs maraþon. Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar elskan mín og ég er sannfærð um að englarnir muni vaka yfir Davíð litla um alla framtíð. Þið eruð alltaf í mínum bænum.

Kær kveðja  Heiða og krakkarnir

Heiða 23.12.2007 kl. 22:15

2 Smámynd: Erna Lilliendahl

Elsku Maja, megi þið fjölskyldan eiga yndisleg jól og ég veit að árið 2008 á eftir að færa ykkur heilsu, hamingju og ógleymanleg ævintýr....

Erna Lilliendahl, 23.12.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband