Æi...

Morgundagurinn verður langur, það á að svæfa Davíð Konung aftur, til að mæla þrýstinginn og athuga flæðið eftir aðgerðina 7. des. Við eigum að vera mætt kl. 7 uppi á Astrid Lindgrens barnasjúkrahúsi, og áður en við leggjum af stað að heiman þarf ég að setja á hann plástra með einhverju kremi sem á að deyfa húðina, til að hægt sé að stinga nálunum í hann án þess að hann finni of mikið til. Úff.... Ég veit vel að það þarf að gera þetta, og að vissu leiti bíð ég spennt eftir morgundeginum líka þar sem ég geri ráð fyrir að þrýstingurinn sé mun betri núna, það sést alveg á augunum hans að mest allur bjúgurinn er horfinn. En helst vildi ég losna við þetta allt saman. Ég kvíði framtíðinni, og ég þoli ekki þessa óvissu sem fylgir bæði hans sjúkdómi sem og mínum. Kannski lifum við í 100 ár bæði tvö án þess að þessir sjúkdómar okkar geri mikinn skaða, en kannski ekki. Ég vil bara vita, en enginn kann þau svör.

En hvað, ef ílla fer má allavega segja um okkur að "haltur leiðir blindann" Wink. Ég mátaði þennan brandara á múttu en henni fannst þetta ekkert fyndið. 

Eitt sem hinsvegar er fyndið eru þessi blessuðu brjóst mín, sem lafa svo mikið eftir alla þessa mjólkurframleiðslu að ég þarf að kaupa handa þeim skó bráðum. Ekki nóg með að það koma upp alls kyns undarlegheit einsog stíflur og dularfullar sýkingar sem ég fékk um daginn, og Davíð þá líka sem þýddi  einhver munnangur hjá honum og einsog milljón hnífa í mínar dælur (eða þannig upplifði ég sársaukann sem fylgdi). Við brunuðum upp á ungbarnaeftirlit þar sem hjúkkan sagði að þetta fyrirbæri heitir "torsk" á sænsku. Ég er semsagt með þorska í brjóstunum ?!?!? Ekki veit ég, en hún bar á okkur Davíð eitthvað blátt sull sem gerði að við vorum einsog tveir strumpar í nokkra daga. 

Já, sem sagt ekki nóg með þetta, heldur er líka mjólkurþokan alveg einstaklega óþolandi. Og erfið. Ég meina, ég breytist í slefandi hálfvita, ég man ekkert og er svona ekki alveg með á nótunum. Ég fer í búðina til að kaupa mjólk, og kem aftur heim með kjötfars, spaghetti, sveppi, cornflakes, hveiti og tyggjó en enga mjólk. Bölva mjólkuþokuni og fer út aftur og kem heim með uppþvottaefni, einhverjar flottar hárspennur sem ég fann, batterí (?????) og sjampó. Og enga mjólk, en tvær fernur af súrmjólk. Um daginn hringdi ég í mömmu stráks á leikskólanum hans Tómasar til að fá að skila peysu sem ég óvart tók með mér sem var alls ekkert okkar. Ekkert mál segir hún, ég er heima. Hvað býrðu spyr ég og hún er á sömu götu og við, í númer 46. Við búum á nr. 48. Ég veit að ég bý á númer 48. Samt segi ég við hana "já, bíddu, 46, hvar er það? Eru  það þarna raðhúsin nálægt bílastæðinu?". Konan er þögul svolítið lengi og segir svo "nei, það er blokkin við hliðina á þinni. Ertu kannski með Davíð á brjósti ?"  bætir hún við og hlær, svona skilningslegum sisterhood hlátur. 

Ekkert verður af hjá mér, og ég er aldrei alveg fyllilega í tengingu við umheiminn. Ég segi fáránlega vitlausa hluti, einsog um jólin þegar ég ætlaði að tala um fálka við pabba. Hvað segi ég? Jú, ég segi "já en fálkURINN er svo fallegur". Pabbi: "haaaaa ?" Ég: (ekki að fatta neitt einsog venjulega) "fálkur. Mér finnst fálkur svo fallegur." Oooooo, ég er orðin frekar þreytt á sjálfri mér. En í dag heyrði ég samt alveg geðveika sögu af mjólkurþokuástandinu. Vinkona mín sem er í sama báti og ég átti pantaðan tíma til að fara með bílinn sinn í skoðun. Skrifað í stórum stöfum á miðum útum alla íbúð til að hún gleymi ekki. Hún gleymdi ekki, lagði af stað á réttum tíma á réttum degi og....... TÓK STRÆTÓ !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Hún tók strætó í bílaskoðunina, og fattaði ekki fyrr en hún var komin á staðinn hvað hún hafði gert !! 

Ég er allavega ekki orðin svona vitlaus.......  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Elsku Maja mín, mun senda þér styrk yfir hafið fyrir morgundaginn og veit að allt á eftir að fara á besta veg!

Eitt sem ég vil þó minna þig á og það er að þú getur kennt mjólkurþokunni um allt, so you can do no wrong!!! Eða réttara sagt þá getur þú gert allt vitlaust og bara kennt þokunni um ;)

Erna Lilliendahl, 10.1.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: María Tómasdóttir

Hey, frábært !!! Hmmmm, hvað ætli ég geti nú gert af mér......

María Tómasdóttir, 10.1.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Einar Indriðason

Gangi vel með Davíð, og þetta allt saman.
Með "mjólkurþokuna".... ég hef ekki svar í fljótu bragði, nema kannski fá einkaritara fyrir þig?

Einar Indriðason, 10.1.2008 kl. 21:54

4 Smámynd: María Tómasdóttir

Takk Einar. Ertu að bjóða þig fram ? Þetta gæti orðið frekar erfitt starf sko.

María Tómasdóttir, 10.1.2008 kl. 22:42

5 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Elsku Maja mín. Ég sendi ykkur hlýja strauma yfir hafið. Ég veit að þetta er búið að vera erfiður tími, en þar sem þú ert svo einstök manneskja, sterk og dugleg þá veit ég að allt á eftir að fara á besta veg. Það er bara ekkert annað í boði!

Koss og knús til ykkar!

p.s; brjóstin mín eru hætt að nota skóna sína, þannig að þér er velkomið að fá þá ( þau eru reyndar svolítið glysgjörn þannig að þetta eru glimmerskór með rauðu flaueli ). Þú lætur mig bara vita!

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 11.1.2008 kl. 08:48

6 Smámynd: Einar Indriðason

Ekki sem einkaritara, nei... ég hef nóg með mig sjálfan á því sviðinu :-)

Einar Indriðason, 11.1.2008 kl. 08:51

7 identicon

Elsku Maja mín.

Það er alltaf jafn yndislegt að lesa bloggið þitt. En ég hélt nú að þú þekktir ættingja þína betur en svo að hægt væri eingöngu að kenna mjólkurþoku um vitleysuna. Ég segi að þetta séu persónutöfrar og ekkert annað. Þú ert greinilega gjaldgeng í hóp okkar systra, þú veist að við ætlum að gefa út "metsölu"bók um okkar ambögur. Hún gæti kannski heitið Mjólkurþoka? hmmm?

En gangi ykkur allt í haginn og vonandi hefur allt gengið vel í dag. Ég bið fyrir ykkur daglega. Leyfðu okkur endilega að fá fréttir.

Helga frænka 11.1.2008 kl. 18:43

8 Smámynd: María Tómasdóttir

ÁstarErlan mín, takk fyrir hugulsemina einsog alltaf. Þú ert bestustust ! Hvað varðar rauðu skóna hljóma þeir rosalega vel, en mínar þreyttu lufsur eru frekar svona crocs-týpan. Eða hjólbörur kannski.... Æi, nota þetta lafandi drasl bara sem trefil núna næstu mánuði og sé svo til með skó í vor.

Einar - við ættum þá kannski að stofna klúbb ?

Auður: Takk elskan mín, ég nota orð þín um húmor sem mitt veganesti og hugsa oft til þess hvernig þú dílar við hlutina. Mér finnst þú æði, mjólkurþoka eða ekki !

Helga mín - já, við erum algjörir rugludallar en þessvegna er nú svo gaman að okkur! Samanber td. þegar Lena keypit bókina "Emma í Hveragerði", las og las og las og aldrei kom hvorki Emma né Hveragerði... Bókin hét "Einmamma á verði"..... Eða þegar Tómas Búi stökk yfir einhverja girðingu og beint ofaní stóran poll og sagði "ég sökk hæð mína í loft upp". Nú, eða pabbi elskan sem sagði "já, maður er nú ekki sonur frænda síns fyrir ekki neitt". Ég myndi allavega kaupa metsölubókina og hafa gaman af, legg til að við köllum hana "Beljan í þokuni".

María Tómasdóttir, 11.1.2008 kl. 20:54

9 Smámynd: María Tómasdóttir

EinmaNNa á verði hét bókin, ekki einmamma..... Þið sjáið, mér er varla bjargandi.....

María Tómasdóttir, 11.1.2008 kl. 20:55

10 Smámynd: Einar Indriðason

Heldurðu að okkur nægi einn einkaritari, samtals?

Einar Indriðason, 12.1.2008 kl. 18:04

11 Smámynd: María Tómasdóttir

Ekki séns !

María Tómasdóttir, 12.1.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband