Þú veist að þú ert mamma þegar....

- Þú vaggar og ruggar með öllum líkamanum, þótt að það sé í raun pabbinn sem heldur á barninu
- Þú dregur innkaupakerruna í Bónus fram og aftur einsog þú sért að rugga
- Þú getur borðað heila máltið með einni hendi, á 2 mín
- Heimsókn á ungbarnaeftirlitið, og að kaupa mjólk á heimleið telst vera "brjálað að gera í dag."
- Það tekur þig 3 daga að lesa dagblaðið
- Þér er farið að finnast apríkósumauk ansi gott
- Þú ert löngu hætt að loka baðherbergishurðini þegar þú ferð á klósettið, það varður hvort sem er ráðist inn á þig
- Þú ferð í sturtu og uppgötvar að þú ert að þvo þér hárið með einhverju Mikka Mús sjampó....
- ....og þú ert að raula "Stubbarnir, Stubbarnir, segja halló"
- Þú kannt nöfnin á öllum köllunum/bílunum/lestunum/dúkkunum, og þú veist persónueinkenni þeirra allra
- Þú ferð alltaf út með ruslið, til þess að fá að vera í friði í smá stund
- Sex er tala sem kemur á undan sjö
- Þið hjónin setjið börnin í pössun, og það eina sem ykkur dettur í hug að gera er að stelast heim og sofa í einsog 2 tíma
- Þú ferð í bæinn til að versla föt á sjálfa þig, og kemur heim með fullt af náttfötum með litlum öpum á, í stærð 80
- Þú hlustar agndofa og með galopinn munn á fólk tala um nýjar bíómyndir, leikrit, bækur, slúður og annað sem þú veist akkúrat ekkert um
- Þú kallar manninn þinn "pabbi"
- Þú íhugar að senda leynimorðingja á eftir krakkaskömmini sem neitar að færa sig úr róluni sem barnið þitt vill vera í
- Þú þarft að hugsa þig um í smástund til að vera viss um að segja "hundur" og ekki "voffi"
- Þú ert farin að leita að skóm handa brjóstunum þínum
- Þú getur, án þess að roðna eða stama, talað í 7 mín. um hægðir barnsins, lit og lykt og allt
- Þú telur blettina á bolnum þínum og ákveður að "færri en fimm blettir" er það sama og að vera hreint

Eitthvað meira sem ykkur dettur í hug ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha alveg sammála þér. Má bæta við:

- þú ert á rúntinum alla daga...við að skutla börnum í skólann (af því strætó fer á "asnalegum" tíma) í kór, á fimleikaæfingar, á sundæfingar, í píanótíma, til tannlæknis, til vinanna og og og..., já og að sjálfsögðu þarf svo að sækja þau áf kóræfingu, fimleikaæfingu, sundæfingu, úr píanótíma og hjá vinunum og og og endalaust skutl - spurning um að rukka eins og almennilegur leigubílstjóri :-)

Freydís 14.1.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Erna Lilliendahl

-þegar það er gubbað á öxlina á þér og þú gleðst af því að það var líka ropað í andlitið á þér....

Erna Lilliendahl, 14.1.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þegar þú rúntar heilu næturnar með barnið í bílnum til að svæfa það

Einar Bragi Bragason., 15.1.2008 kl. 17:25

4 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Lol! já kannast eitthvað við þetta... Ég skildi fyrst setninguna "Silence is golden" þegar ég varð mamma..

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 16.1.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband